Skilmálar
Afhending og áhættuskipti
Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd sé þess óskað.
Kaupandi ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja réttan afhendingarmáta við pöntun. Pantanir eru ekki afgreiddar fyrr en kaupandi hefur sannanlega innt greiðslu af hendi.
Greiðsla og sendingarkostnaður
Heimsendingar fara oftast í póst á miðvikudögum í gegnum Dropp, og hægt er að sækja á næstu Dropp afhendingarstöð. Það getur komið fyrir að við keyrum sjálf út vörurnar en gjald er það sama.
Hægt er að greiða með kredit- og debetkortum og fer korthafi í gegnum örugga greiðslusíðu þegar kemur að greiðslu. Greiðslur með kredit- og debetkortum eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Krot dagsins tekur því hvorki við né geymir kortaupplýsingar.
Verð
Krot dagsins áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.
Vöruskil
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ekki er hægt að skila stafrænum veggspjöldum.
Gölluð vara
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum sé þess krafist. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á helgavaldis@krotdagsins.is með upplýsingum um galla vörunnar. Að öðru leyti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila, nema svo beri skylda til gagnvart lögum. Öll umferð um krotdagsins.is er dulkóðuð yfir örugga tengingu (HTTPS).
Fyrirvari
Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.
Ertu með fyrirspurn eða ábendingu? Sendu okkur póst á helgavaldis@krotdagsins.is
Vefverslunin Krotdagsins.is er rekin af Helgu Valdísi Árnadóttur og fjölskyldu hennar.