Helga Valdís er listakonan á bak við Krot dagsins
Ég útskrifaðist sem grafískur hönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2004 og hef starfað í auglýsingabransanum síðan þá. Í dag starfa ég sem yfirumsjónarhönnuður (Senior Art director) á stærstu og skemmtilegustu auglýsingastofu landsins, Hvíta húsinu. Alla tíð hef ég verið krotandi og nafnið festist við mig snemma. Árið 2019 fór ég að teikna myndir á instagram.com/helga_valdis/ og merkja þær #krotdagsins og í kjölfarið að gera íslenska giphy límmiða til að fólk gæti notað í story á samfélagsmiðlum. Í dag hafa límmiðarnir verið skoðaðir oftar en 1.4 milljarð sinnum. (Giphy.com/helgavaldis)
Þessi síða er til að svara eftirspurn allra þeirra sem nota giphy límmiðana en langar til að hafa þá uppi á vegg. Þessi síða er einnig gerð til að svala þörf listakonunnar sem langar til þess að deila listinni sinni. Markmiðið er að bæta við listaverkum smám saman. Verði ykkur að góðu, og plís verið næs!
Hefur þú ábendingar eða spurningar? Hafðu samband við mig helgavaldis@krotdagsins.is
Ljósmynd: Gunnar Bjarki @gunnarbjarkiii